Haukar unnu Fjölni, 38:28, í 9. umferð úrvalsdeildar karla í handknattleik á Ásvöllum í kvöld.
Þetta var fyrsti sigur Hauka í yfir mánuð en liðið hafði ekki unnið í fimm leikjum í röð.
Haukar eru í fimmta sæti deildarinnar með tíu stig en Fjölnir er í níunda sæti með sex stig.
Haukamenn voru sjö mörkum yfir í hálfleik, 23:16, og jóku aðeins forskot sitt i þeim seinni.
Hinn 19 ára gamli Birkir Snær Steinsson skoraði tíu mörk fyrir HK en Skarphéðinn Ívar Einarsson og Hergeir Grímsson skoruðu fimm hvor.
Björgvin Páll Rúnarsson skoraði sex mörk fyrir Fjölni.
Mörk Hauka: Birkir Snær Steinsson 10, Skarphéðinn Ívar Einarsson 5, Hergeir Grímsson 5, Þráinn Orri Jónsson 4, Andri Fannar Elísson 3, Brynjólfur Snær Brynjólfsson 3, Adam Haukur Baumruk 2, Sigurður Snær Sigurjónsson 2, Össur Haraldsson 2, Kristinn Pétursson 1.
Varin skot: Vilius Rasimas 11, Aron Rafn Eðvarðsson 3.
Mörk Fjölnis: Björgvin Páll Rúnarsson 6, Brynjar Óli Kristjánsson 4, Gísli Rúnar Jóhannsson 4, Haraldur Björn Hjörleifsson 3, Óðinn Freyr Heiðmarsson 3, Viktor Berg Grétarsson 3, Alex Máni Oddnýjarson 2, Gunnar Steinn Jónsson 1, Tómas Bragi Starrason 1, Óli Fannar Pedersen 1.
Varin skot: Bergur Bjartmarsson 4, Sigurður Ingiberg Ólafsson 4.