Sannfærandi ÍR-ingar í botnslagnum

Sara Dögg Hjaltadóttir skoraði ellefu mörk.
Sara Dögg Hjaltadóttir skoraði ellefu mörk. mbl.is/Eyþór

ÍR vann Gróttu sannfærandi, 30:18, í 7. umferð úrvalsdeildar kvenna í handknattleik í Seljahverfinu í kvöld. 

Breiðhyltingar eru komnir með fjögur stig eftir sigurinn en enn í sjöunda og næstneðsta sæti. Grótta er hins vegar neðst með tvö stig. 

ÍR-liðið var mun sterkari aðilinn í leiknum og fjórum mörkum yfir í hálfleik, 14:10. 

Í þeim seinni skoraði ÍR 16 mörk gegn átta og vann að lokum sannfærandi 12 marka sigur. 

Sara Dögg Hjaltadóttir skoraði 11 mörk fyrir ÍR en Rut Bernódusdóttir og Karlotta Óskarsdóttir skoruðu fjögur mörk hvor fyrir Gróttu. 

Ingunn María Brynjarsdóttir varði 18 skot í marki ÍR og var með 50% markvörslu. 

Mörk ÍR: Sara Dögg Hjaltadóttir 11, Ásthildur Bertha Bjarkadóttir 4, Karen Tinna Demian 4, Vaka Líf Kristinsdóttir 3, Katrín Tinna Jensdóttir 3, Matthildur Lilja Jónsdóttir 2, Hanna Karen Ólafsdóttir 2, Sylvía Sigríður Jónsdóttir 1. 

Varin skot: Ingunn María Brynjarsdóttir: 18. 

Mörk Gróttu: Rut Bernódusdóttir 4, Karlotta Óskarsdóttir 4, Daðey Ásta Hálfdánsdóttir 3, Ída Margrét Stefánsdóttir 2, Katrín Anna Ásmundsdóttir 2, Tinna Valgerður Gísladóttir 2, Katrín Helga Sigurbergsdóttir 1. 

Varin skot: Anna Karólína Ingadóttir 10. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert