Jafnt í spennuleik á Selfossi

Karen Knútsdóttir sækir að marki Selfsyssinga í kvöld.
Karen Knútsdóttir sækir að marki Selfsyssinga í kvöld. Ljósmynd/Guðmundur Karl

Selfoss og Fram skildu jöfn, 27:27, í úrvalsdeild kvenna í handbolta á Selfossi í kvöld.

Fram er í öðru sæti með tíu stig og Selfoss í 4.-5. sæti með sex stig.  

Fram náði mest þriggja marka forskoti í fyrri hálfleik en með góðum lokakafla tókst Selfossi að jafna og voru hálfleikstölur 15:15.

Selfoss byrjaði seinni hálfleikinn betur og var með þriggja marka forskot, 22:19, þegar seinni hálfleikur var hálfnaður.

Fram neitaði að gefast upp og komst í 27:26 þegar skammt var eftir. Harpa Valey Gylfadóttir jafnaði hins vegar fyrir Selfoss nokkrum sekúndum fyrir leikslok og þar við sat.

Mörk Selfoss: Perla Ruth Albertsdóttir 7, Katla María Magnúsdóttir 6, Harpa Valey Gylfadóttir 5, Eva Lind Tyrfingsdóttir 3, Eva Lind Tyrfingsdóttir 2, Adela Eyrún Jóhannsdóttir 2, Hulda Dís Þrastardóttir 1, Inga Sól Björnsdóttir 1.

Varin skot: Cornelia Linnea Hermansson 13.

Mörk Fram: Alfa Brá Hagalín 7, Steinunn Björnsdóttir 5, Hildur Lilja Jónsdóttir 4, Karen Knútsdóttir 4, Íris Anna Gísladóttir 4, Kristrún Steinþórsdóttir 1, Erna Guðlaug Gunnarsdóttir 1, Sóldís Rós Ragnarsdóttir 1.

Varin skot: Darija Zecevic 4, Ethel Gyða Bjarnasen 2.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert