Íslenska karlalandsliðið í handbolta mætir Svíþjóð í tveimur vináttuleikjum fyrir HM í byrjun næsta árs. Fyrri leikurinn fer fram í Kristianstad 9. janúar og sá seinni í Malmö tveimur dögum síðar.
Ísland er í riðli með Slóveníu, Kúbu og Grænhöfðaeyjum á HM, sem fer fram í Danmörku, Noregi og Króatíu.
Riðill Íslands verður leikinn í Zagreb höfuðborg Króatíu. Ísland mætti Svíþjóð á HM 2023 í Gautaborg í Svíþjóð og vann sænska liðið fimm marka sigur, 35:30.