Sannfærandi hjá úrvalsdeildarliðunum

Varnarmenn HK fylgjast með Eyjakonunni Yllka Shatri í færi í …
Varnarmenn HK fylgjast með Eyjakonunni Yllka Shatri í færi í kvöld. Morgunblaðið/Árni Sæberg

Úrvalsdeildarliðin ÍBV og Grótta eru komin áfram í átta liða úrslit bikarkeppni kvenna í handbolta eftir sigra á liðum í 1. deild í kvöld.

ÍBV gerði góða ferð í Kópavoginn og sigraði HK, 31:23, í Kórnum. ÍBV var skrefi á undan allan tímann og var staðan eftir 15 mínútur 9:6.

Eyjakonur gáfu svo rækilega í og var staðan í hálfleik 19:9. Var sigur gestanna aldrei í hættu í seinni hálfleik.

Grótta sigraði FH á útivelli, 34:26. Grótta komst í 6:1 snemma leiks og var staðan í hálfleik 20:10. FH lagaði aðeins stöðuna í seinni hálfleik en sannfærandi sigur Gróttu varð raunin.

Mörk HK: Leandra Náttsól Salvamoser 5, Aníta Eik Jónsdóttir 4, Berglind Gunnarsdóttir 2, Amelía Laufey G. Miljevic 2, Hekla Fönn Vilhelmsdóttir 2, Sóley Ívarsdóttir 2. Danijela Sara Björnsdóttir 1, Katrín Hekla Magnúsdóttir 1.

Varin skot: Danijela Sara Björnsdóttir 15.

Mörk ÍBV: Dagbjört Ýr Ólafsdóttir 5, Sunna Jónsdóttir 5, Ásta Björt Júlíusdóttir 4, Birna Berg Haraldsdóttir 3, Alexandra Ósk Viktorsdóttir 3, Yllka Shatri 3, Birna María Unnarsdóttir 3, Þóra Guðný Arnarsdóttir 1, Herdís Eiríksdóttir 1, Birna Dís Sigurðardóttir 1, Birna Dögg Egilsdóttir 1, Ásdís Halla Hjarðar 1.

Varin skot: Marta Wawrzykowska 13, Bernódía Sif Sigurðardóttir 4.

Mörk FH: Thelma Dögg Einarsdóttir 6, Aníta Björk Valgeirsdóttir 5, Ena Car 4, Sara Björg Davíðsdóttir 3, Ragnhildur Edda Þórðardóttir 2, Hildur Guðjónsdóttir 2, Telma Medos 2, Eva Gísladóttir 1, Gyða Kristín Ásgeirsdóttir 1.

Varin skot: Sigurdís Sjöfn Freysdóttir 14.

Mörk Gróttu: Ída Margrét Stefánsdóttir 7, Katrín S Thorsteinsson 6, Daðey Ásta Hálfdánsdóttir 5, Karlotta Óskarsdóttir 4, Katrín Anna Ásmundsdóttir 3, Katrín Helga Sigurbergsdóttir 3, Þóra María Sigurjónsdóttir 2, Rut Bernódusdóttir 2, Hrafnhildur Hekla Grímsdóttir 1, Elísabet Ása Einarsdóttir 1.

Varin skot: Anna Karólína Ingadóttir 16.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka