Íslensku þjálfararnir fögnuðu stórsigrum

Dagur Sigurðsson og lærisveinar hans fögnuðu öruggum sigri.
Dagur Sigurðsson og lærisveinar hans fögnuðu öruggum sigri. Kristinn Magnússon

Lærisveinar Dags Sigurðssonar í króatíska landsliðinu unnu öruggan sjö marka sigur, 30:23, gegn því belgíska á heimavelli í undankeppni EM karla í handbolta í kvöld.

Jafnræði var með liðunum framan af og var staðan 11:11 þegar fyrri hálfleikur var rúmlega hálfnaður. Þá tóku Króatar við sér og var staðan 16:12 í hálfleik. Í stöðunni 24:19 skoruðu Króatar sex mörk í röð og innsigluðu stórsigur.

Mario Sostaric skoraði tíu mörk fyrir Króatíu og Ivan Martinovic gerði fjögur.

Þýskaland, silfurliðið frá því á Ólympíuleikunum í París, vann níu marka heimasigur á Sviss, 35:26. Alfreð Gíslason þjálfar þýska liðið. Staðan í hálfleik var 21:13 og var eftirleikurinn auðveldur fyrir þýska liðið í seinni hálfleik.

Lukas Zerbe skoraði sjö mörk fyrir Þýskaland og Sebastian Heymann gerði fimm.

Alfreð Gíslason vann öruggan sigur með Þýskalandi.
Alfreð Gíslason vann öruggan sigur með Þýskalandi. Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert