„Ekkert vit í að taka meiddan mann með“

Snorri Steinn Guðjónsson segir sínum mönnum til í leik Íslands …
Snorri Steinn Guðjónsson segir sínum mönnum til í leik Íslands og Bosníu á miðvikudagskvöld. mbl.is/Árni Sæberg

Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handknattleik, segir ástæðuna fyrir því að Gísli Þorgeir Kristjánsson ferðist ekki með liðinu til Georgíu einfaldlega vera þá að hann sé meiddur.

„Gísli Þorgeir er bara meiddur. Þetta er eitthvað í öxlinni en er ekki tengt gömlu meiðslunum heldur einhverskonar tognun sem hann varð fyrir í leik með Magdeburg.

Það er ekkert vit í taka með meiddan mann með út sem getur ekki beitt sér í leiknum á sunnudaginn. Þar af leiðandi varð þetta niðurstaðan,“ sagði Snorri Steinn í samtali við Handbolta.is.

Í stað Gísla Þorgeirs kom Benedikt Gunnar Óskarsson inn í leikmannahópinn. Báðir leika þeir í stöðu leikstjórnanda.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert