Gísli Þorgeir Kristjánsson ferðaðist ekki með íslenska karlandsliðinu í handknattleik þegar það hélt af landi brott í morgun á leið sinni til Georgíu. Liðið mætir þar heimamönnum í undankeppni HM 2026 á sunnudag.
Benedikt Gunnar Óskarsson kemur inn í leikmannahópinn í stað Gísla Þorgeirs sem glímir við meiðsli.
Leikurinn á sunnudag hefst klukkan 14 en íslenski hópurinn er nú í München þaðan sem flogið verður til Georgíu í kvöld og lent aðfaranótt laugardags.
Leikmannahópur Íslands á sunnudaginn er þannig skipaður:
Markverðir:
Björgvin Páll Gústavsson, Valur 272/24
Viktor Gísli Hallgrímsson, Wista Plock 59/1
Aðrir leikmenn:
Arnar Freyr Arnarsson, MT Melsungen 99/100
Benedikt Gunnar Óskarsson, Kolstad 2/0
Bjarki Már Elísson, Veszprém 117/397
Einar Þorsteinn Ólafsson, Fredericia 13/4
Elvar Örn Jónsson, MT Melsungen 78/183
Haukur Þrastarson, Dinamo Búkarest 34/47
Janus Daði Smárason, Pick Szeged 85/135
Óðinn Þór Ríkharðsson, Kadetten Scaffhausen 42/128
Ómar Ingi Magnússon, SC Magdeburg 87/311
Orri Freyr Þorkelsson, Sporting 15/38
Sveinn Jóhannsson, Kolstad 13/24
Þorsteinn Leó Gunnarsson, Porto 4/9
Viggó Kristjánsson, Leipzig 58/163
Ýmir Örn Gíslason, Frisch Auf Göppingen 91/36