Þriðji sigur Hauka í röð kom á Selfossi

Rakel Oddný Guðmundsdóttir skoraði tvö mörk.
Rakel Oddný Guðmundsdóttir skoraði tvö mörk. Eggert Jóhannesson

Haukar höfðu betur gegn Selfossi, 27:24, á útivelli í úrvalsdeild kvenna í handbolta í kvöld. Haukar eru í öðru sæti með tólf stig, fjórum stigum á eftir toppliði Vals. Selfoss er í fjórða sæti með sex stig.

Jafnt var á öllum tölum framan af en Selfoss náði tveggja marka forskoti, 10:8, um miðbik fyrri hálfleiks. Þá kom fínn kafli hjá Haukum, sem voru með eins marks forskot í hálfleik, 13:12.

Seinni hálfleikur var hnífjafn fyrstu mínúturnar og staðan jöfn, 17:17, þegar hann var hálfnaður. Í stöðunni 20:20 kom flottur kafli hjá Haukum, sem skoruðu sjö af ellefu síðustu mörkunum og fögnuðu sigri.

Mörk Selfoss: Hulda Hrönn Bragadóttir 8, Perla Ruth Albertsdóttir 5, Arna Kristín Einarsdóttir 4, Eva Lind Tyrfingsdóttir 4, Harpa Valey Gylfadóttir 2, Hulda Dís Þrastardóttir 1.

Varin skot: Cornelia Hermansson 12.  

Mörk Hauka: Elín Klara Þorkelsdóttir 8, Inga Dís Jóhannsdóttir 6, Rut Jónsdóttir 4, Ragnheiður Ragnarsdóttir 4, Rakel Oddný Guðmundsdóttir 2, Sara Katrín Gunnarsdóttir 1, Birta Lind Jóhannsdóttir 1, Thelma Melsted Björgvinsdóttir 1.

Varin skot: Margrét Einarssdóttir 7, Elísa Helga Sigurðardóttir 1.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert