Úrslitahelgi bikarkeppni karla og kvenna í handknattleik mun fara fram á Ásvöllum í Hafnarfirði, heimavelli Hauka, í febrúar og mars á næsta ári.
Leikið verður í undanúrslitum og úrslitum dagana 26. febrúar til 2. mars, en úrslitahelgin fer yfirleitt fram í Laugardalshöllinni.
Íþróttabandalag Reykjavík, ÍBR, óskaði eftir því við Handknattleikssamband Íslands, HSÍ, að bikarkeppninni yrði fundinn nýr leikstaður vegna þess hversu margir æfingatímar féllu niður á meðan úrslitahelginni stæði.
HSÍ fór þá í útboð á meðal félaga og urðu Ásvellir hjá Haukum að lokum fyrir valinu. Þar var úrslitahelgin haldin í september 2021 og mars 2022 á meðan Laugardalshöll var ekki nothæf.