Adidas nýr samstarfsaðili HSÍ

Ágúst Þór Jóhannsson og Arnar Pétursson í nýju þjálfaratreyjunum frá …
Ágúst Þór Jóhannsson og Arnar Pétursson í nýju þjálfaratreyjunum frá Adidas. Í miðjunni er Guðmundur B. Ólafsson formaður HSÍ. mbl.is//Árni Sæberg

Þýski íþróttavöruframleiðandinn Adidas er nýr samstarfsaðili Handknattleikssambands Íslands, HSÍ, en tilkynnt var í gær að 20 ára samstarfi við Kempa væri lokið.

HSÍ á eftir að tilkynna formlega um samstarfið en á fréttamannafundi í höfuðstöðvum Icelandair á Reykjavíkurflugvelli í dag var Arnar Pétursson þjálfari íslenska kvennalandsliðsins og Ágúst Þór Jóhannsson aðstoðarþjálfari í nýjum þjálfaratreyjum merktum Adidas.

Tilefni fundarins var tilkynning á 18-manna lokahópi kvennalandsliðsins sem fer á EM 2024 í lok mánaðarins.

Leikmannahópurinn tilkynntur í dag.
Leikmannahópurinn tilkynntur í dag. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert