Íslenskt markaregn í Svíþjóð

Einar Bragi Aðalsteinsson í leik með íslenska landsliðinu.
Einar Bragi Aðalsteinsson í leik með íslenska landsliðinu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Íslenskir leikmenn í sænsku úrvalsdeildinni í handknattleik karla létu vel að sér kveða þegar 10. umferð deildarinnar fór fram í kvöld. Alls urðu íslensku mörkin 14 í þremur leikjum.

Einar Bragi Aðalsteinsson skoraði fimm mörk fyrir Kristianstad þegar liðið vann öruggan útisigur á Malmö, 36:26.

Íslendingalið Karlskrona lagði þá Sävehof á heimavelli, 31:27.

Dagur Sverrir Kristjánsson skoraði þrjú mörk fyrir Karlskrona en Ólafur Andrés Guðmundsson komst ekki á blað. Þorgils Jón Svölu Baldursson er þá frá vegna meiðsla.

Tryggvi Þórisson skoraði þá ekki fyrir Sävehof.

Loks skoraði Arnar Birkir Hálfdánsson sex mörk fyrir Amo sem tapaði með minnsta mun fyrir Helsingborg á heimavelli, 29:30.

Kristianstad er í öðru sæti með 13 stig líkt og Karlskrona sæti neðar. Sävehof er í sjöunda sæti með tíu stig og Amo er í 12. sæti með sex stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert