Afturelding er komin upp að hlið FH-inga í úrvalsdeild karla í handknattleik eftir sigur á nágrönnum sínum í Fjölni, 30:24, í Grafarvoginum í kvöld.
Afturelding er með 15 stig í öðru sæti deildarinnar eftir tíu umferðir. Fjölnir er í níunda sæti með sex stig.
Mosfellingar voru sterkari í fyrri hálfleik en Fjölnir skoraði síðustu tvö mörk hans og minnkaði muninn í tvö mörk, 14:12, fyrir hálfleikinn.
Mikið jafnræði var meðal liðanna á fyrstu tuttugu mínútum seinni hálfleiks en á síðustu tíu mínútunum voru Mosfellingar mun sterkari og unnu að lokum sex marka sigur.
Haraldur Björn Hjörleifsson skoraði sjö mörk fyrir Fjölni en hjá Aftureldingu skoraði Birgir Steinn Jónsson átta mörk.
Mörk Fjölnis: Haraldur Björn Hjörleifsson 7, Viktor Berg Grétarsson 4, Óðinn Freyr Heiðmarsson 4, Aðalsteinn Örn Aðalsteinsson 3, Björgvin Páll Rúnarsson 3, Elvar Þór Ólafsson 1, Alex Máni Oddnýjarson 1, Victor Máni Matthíasson 1.
Varin skot: Bergur Bjartmarsson 6, Sigurður Ingiberg Ólafsson 3.
Mörk Aftureldingar: Birgir Steinn Jónsson 10, Ihor Kopyshynskyi 6, Stefán Magni Hjartarson 5, Blær Hinriksson 4, Harri Halldórsson 2, Sveinur Olafsson 1, Kristján Ottó Hjálmsson 1, Þorvaldur Tryggvason 1.
Varin skot: Brynjar Vignir Sigurjónsson 8.