Stórsigur Hauka á Seltjarnarnesi

Össur Haraldsson skýtur að marki Gróttu.
Össur Haraldsson skýtur að marki Gróttu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Haukar unnu stórsigur á Gróttu, 42:25, í 10. umferð úrvalsdeildar karla í handknattleik á Seltjarnarnesi í kvöld. 

Með sigrinum eru Haukar í fjórða sæti með 12 stig en Grótta er í áttunda sæti með níu stig. 

Haukamenn náðu snemma góðu forskoti og voru níu mörkum yfir í hálfleik, 22:13. Hafnarfjarðarliðið jók aðeins forskot sitt í seinni hálfleik og vann leikinn með 17 mörkum. 

Birkir Snær Steinsson skoraði níu mörk fyrir Hauka en Aron Rafn Eðvarðsson stóð vaktina vel í markinu og varði 16 skot, 41%. 

Mörk Gróttu: Jón Ómar Gíslason 5, Atli Steinn Arnarsson 4, Gunnar Hrafn Pálsson 3, Hafsteinn Óli Berg Ramos Rocha 2, Ágúst Ingi Óskarsson 2, Elvar Otri Hjálmarsson 2, Hannes Grimm 2, Lúðvík Thorberg Arnkelsson 2, Alex Kári Þórhallsson 1, Jakob Ingi Stefánsson 1, Sæþór Atlason 1. 

Varin skot: Hannes Pétur Hauksson 4, Magnús Gunnar Karlsson 2. 

Mörk Hauka: Birkir Snær Steinsson 9, Skarphéðinn Ívar Einarsson 5, Adam Haukur Baumruk 5, Andri Fannar Elísson 4, Þráinn Orri Jónsson 4, Freyr Aronsson 3, Össur Haraldsson 3, Hergeir Grímsson 3, Sigurður Snær Sigurjónsson 2, Jakob Aronsson 1. 

Varin skot: Aron Rafn Eðvarðsson 16. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert