Guðjón Valur verðlaunaður með nýjum samningi

Guðjón Valur Sigurðsson þjálfar Gummersbach áfram.
Guðjón Valur Sigurðsson þjálfar Gummersbach áfram. Ljósmynd/Gummersbach

Guðjón Valur Sigurðsson, þjálfari karlaliðs Gummersbach í handknattleik, hefur skrifað undir nýjan samning við þýska félagið. Nýi samningurinn gildir út tímabilið 2026-27.

Guðjón Valur hefur náð frábærum árangri með liðið frá því að hann tók við stjórnartaumunum sumarið 2020.

Eftir að hafa komið Gummersbach upp úr B-deild fyrir tveimur árum hefur hann fest liðið í sessi í 1. deildinni og kom því til að mynda í riðlakeppni Evrópudeildarinnar á þessu tímabili.

Mikil ánægja ríkir með störf Guðjóns Vals hjá gamla stórveldinu enda segir í tilkynningu frá félaginu:

„Kæri Goggi, við erum ósegjanlega stolt af því að hafa þig áfram á hliðarlínunni sem þjálfari í að minnsta kosti tvö ár til viðbótar!“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert