Stórleikur Ómars Inga dugði ekki í toppslagnum

Ómar Ingi Magnússon í leik með Magdeburg.
Ómar Ingi Magnússon í leik með Magdeburg. Ljósmynd/@SCMagdeburg

Melsungen hafði betur gegn Magdeburg, 31:23, í toppslag efstu deildar þýska handboltans í dag.

Elvar Örn Jónsson og Arnar Freyr Arnarsson voru með þrjú mörk hvor fyrir Melsungen. Ómar Ingi Magnússon var markahæstur í leiknum með níu mörk fyrir Magdeburg en samherji hans Gísli Þorgeir Kristjánsson komst ekki á blað.

Úrslitin þýða að Melsungen er á toppnum með 18 stig eftir 10 leiki. Magdeburg er í þriðja sæti með 14 stig eftir níu leiki.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert