Óskar Bjarni hættir með Val

Óskar Bjarni Óskarsson.
Óskar Bjarni Óskarsson. mbl.is/Ólafur Árdal

Óskar Bjarni Óskarsson mun hætta sem þjálfari karlaliðs Vals í handbolta að yfirstandandi tímabili loknu. 

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Val. Ágúst Þór Jóhannsson, þjálfari kvennaliðs Vals, mun þá taka við liðinu og hætta með kvennaliðið. 

Ágúst Þór Jóhannsson.
Ágúst Þór Jóhannsson. mbl.is/Eyþór Árnason

Óskar Bjarni gerði Val að Evrópubikarmeisturum sem og bikarmeisturum í vor en hann hefur verið í kringum félagið í 26 ár. Hann var aðalþjálfari karlaliðsins á árunum 2003 til 2010 og síðan aftur 2014 til 2017. 

Hann var síðan aðstoðarþjálfari Snorra Steins á árunum 2019 til 2023 áður en hann tók aftur við liðinu fyrir síðasta tímabil. 

Ágúst Þór hefur stýrt afar sigursælu kvennaliði Vals í átta ár. Valsliðið er bæði Íslands- og bikarmeistari og hefur byrjað yfirstandandi tímabil frábærlega. 

 Jafn

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert