Lærisveinar Guðjóns of sterkir fyrir FH

Ásbjörn Friðriksson og Elliði Snær Viðarsson í fyrri leik liðanna …
Ásbjörn Friðriksson og Elliði Snær Viðarsson í fyrri leik liðanna í Kaplakrika. mbl.is/Árni Sæberg

Lærisveinar Guðjóns Vals Sigurðssonar í Gummersbach unnu öruggan sigur gegn FH, 32:24, í H-riðli Evrópudeildar karla í handknattleik í Gummersbach í Þýskalandi í kvöld.

Gummersbach er á toppi riðilsins með átta stig en FH er á botninum með tvö stig.

Mikið jafnræði var með liðunum í upphafi leiks og var staðan 5:5 þegar 10 mínútur voru liðnar af leiknum. Þá kom góður kafli hjá FH-ingum sem skoruðu þrjú mörk í röð og breyttu stöðunni í 8:5.

Gummersbach tók öll völd á leiknum í kjölfarið og skoraði 10 mörk í röð og var staðan því 15:8 þegar lítið var eftir af fyrri hálfleik. FH náði þó aðeins að laga stöðuna fyrir lok fyrri hálfleiks. Staðan í hálfleik var 16:10, Gummersbach í vil.

Jafnræði var með liðunum í seinni hálfleik. FH spilaði fínan seinni hálfleik en tókst ekki að saxa á forskot Gummersbach. Undir lok leiks náði Gummersbach að auka forskot sitt í átta mörk. Lokaniðurstöður, 32:24-sigur Gummersbach.

Jóhannes Berg Andrason var markahæstur í liði FH með sex mörk. Ásbjörn Friðriksson gerði fjögur mörk fyrir FH. Daníel Freyr Andrésson varði 11 skot eða var með 25,6% markvörslu.

Í liði Gummersbach var Lukas Blohme markahæstur með átta mörk. Kristjan Horzen skoraði fimm mörk fyrir FH. Bertram Obling varði 11 skot eða var með 52,4% markvörslu.

Lýsing uppfærist sjálfkrafa

Allar lýsingar í beinni

Aðrir virkir leikir

Valur 34:34 Vardar opna
60. mín. Úlfar Páll Monsi Þórðarson (Valur) skorar úr víti
Wales 4:1 Ísland opna
90. mín. Leik lokið Leik lokið með öruggum sigri Wales, 4:1. Íslenska liðið átti mjög góða spretti í fyrri hálfleik og fékk svo sannarlega færin til þess að skora en færanýtingin reyndist dýr og velska liðið refsaði grimmilega fyrir oft og tíðum barnalegan varnarleik íslenska liðsins.

Leiklýsing

Gummersbach 32:24 FH opna loka
60. mín. Lukas Blohme (Gummersbach) skoraði mark
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert