Eyjamenn kærðu framkvæmdina á Ásvöllum

Línumaðurinn Daniel Vieira í kröppum dansi í umræddum leik.
Línumaðurinn Daniel Vieira í kröppum dansi í umræddum leik. mbl.is/Hákon Pálsson

Handknattleiksdeild ÍBV hefur lagt fram kæru vegna framkvæmdar í kringum leik Hauka og ÍBV í 16-liða úrslitum bikarkeppni karla sem fór fram á Ásvöllum þann 17. nóvember.

Þetta herma heimildir mbl.is og Morgunblaðsins.

Leiknum lauk með átta marka sigri Hauka, 37:29, en Eyjamenn eru ósáttir með það að Haukar hafi breytt leikskýrslunni eftir að fresturinn til þess að gera breytingar var runninn út.

Handknattleikssamband Íslands, HSÍ, lagði sérstaka áherslu á það við félögin fyrir keppnistímabilið að ekki yrði hægt að breyta leikskýrslum þegar minna en klukkutími væri í leik.

Eyjamenn hafa farið fram á það við Handknattleikssambandið að þeim verði dæmdur sigur í leiknum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka