Gerðu landsliðsmarkverðinum skráveifu

Aron Pálmarsson skoraði sex mörk fyrir Veszprém í kvöld.
Aron Pálmarsson skoraði sex mörk fyrir Veszprém í kvöld. Ljósmynd/Veszprém

Aron Pálmarsson og Bjarki Már Elísson reyndust félaga sínum í íslenska landsliðinu Viktori Gísla Hallgrímssyni erfiðir þegar lið þeirra, Veszprém og Wisla Plock, áttust við í A-riðli Meistaradeildar Evrópu í handknattleik í kvöld. Vann Veszprém 30:26.

Þar með styrkti ungverska liðið stöðu sína í toppsæti A-riðils þar sem Veszprém er með 14 stig eftir átta leiki. Wisla Plock er á botninum með aðeins tvö stig.

Aron var markahæstur hjá Veszprém með sex mörk og Bjarki Már bætti við fjórum mörkum.

Viktor Gísli varði fimm skot í marki Wisla Plock.

Einn Íslendingur til viðbótar var í eldlínunni í kvöld, Haukur Þrastarson. Hann komst ekki á blað í 38:29-tapi Dinamo Búkarest fyrir Füchse Berlín.

Dinamo er áfram í fjórða sæti með tíu stig og Füchse er sæti neðar með átta stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert