Svisslendingarnir bönnuðu HSÍ að sýna leikinn

Thea Imani Sturludóttir í leik með íslenska landsliðinu gegn því …
Thea Imani Sturludóttir í leik með íslenska landsliðinu gegn því pólska í síðasta mánuði. mbl.is/Óttar

Íslenska kvennalandsliðið undirbýr sig nú að krafti fyrir Evrópumótið í handknattleik sem hefst 29. nóvember nk. en mótið er haldið í Austurríki.

Liðið spilar æfingaleik við Sviss í dag í Schaffhausen í Sviss klukkan 15:00 og verður leikurinn í beinni útsendingu á YouTube síðu Handknattleikssambands Íslands.

Þetta er seinni leikur liðanna í þessari æfingatörn en Ísland tapaði fyrri leiknum með eins marks mun, 30:29.

Uppfært: Svissneska sambandið gaf HSÍ ekki leyfi til að streyma leiknum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert