Ósáttir Ísfirðingar vona að HSÍ refsi HK

Frá leik hjá Herði.
Frá leik hjá Herði. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

Handknattleiksdeild HK hefur tekið ákvörðun um að senda ekki varalið sitt til leiks gegn Herði í 1. deild karla í handbolta en leikurinn átti að fara fram í kvöld.

Í færslu á Facebook-síðu Harðar lýsir Vigdís Pála Halldórsdóttir, formaður handknattleiksdeildar Harðar, yfir vonbrigðum með ákvörðun HK-inga.

Hún bendir á að umræddum leik hafi áður verið frestað með stuttum fyrirvara og að Hörður mæti í alla sína leiki, þrátt fyrir löng ferðalög.

Yfirlýsing Vigdísar:

HK2 hefur ákveðið að mæta ekki í leik sinn til Ísafjarðar. Það veldur Harðverjum miklum vonbrigðum að lið frá höfuðborgarsvæðinu sjái sér ekki fært að mæta til okkar, sérstaklega í ljósi þess að þetta er í annað skiptið sem þessum leik er frestað/aflýst með nokurra klukkustunda fyrirvara.

Það kemur enn og aftur fram hversu erfitt það er fyrir lið frá höfuðborgarsvæðinu að mæta til leiks á landsbyggðinni, en við höfum mætt í alla okkar leiki.

Þeir hafa nú tilkynnt að þeir gefi leikinn.

Við vonum að Handknattleikssamband Íslands taki fast á svona málum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert