ÍR vann afar sannfærandi sigur á Fjölni, 41:33, í botnslag úrvalsdeildar karla í handbolta í Skógarseli í kvöld.
Með sigrinum fór ÍR upp fyrir Fjölni. ÍR-ingar eru í ellefta og næstneðsta sæti á meðan Fjölnir er í botnsætinu með einu stigi minna.
Fyrri hálfleikur var jafn og spennandi og skiptust liðin á að vera með forystuna. Þegar hálfleikurinn var allur var staðan jöfn, 17:17.
ÍR skoraði þrjú mörk í röð í stöðunni 18:18 og komst í 21:18. Munaði tveimur mörkum þegar seinni hálfleikur var hálfnaður, 26:24.
Þá hrökk allt í baklás hjá Fjölni, ÍR gekk á lagið og vann að lokum sannfærandi sigur. Baldur Fritz Bjarnason fór á kostum hjá ÍR og skoraði 13 mörk.
Mörk ÍR: Baldur Fritz Bjarnason 13, Hrannar Ingi Jóhannsson 12, Bernard Kristján Darkoh 5, Bjarki Steinn Þórisson 3, Jökull Blöndal Björnsson 2, Eyþór Ari Waage 2, Sveinn Brynjar Agnarsson 2, Róbert Snær Örvarsson 1, Andri Freyr Ármannsson 1.
Varin skot: Ólafur Rafn Gíslason 7, Arnór Freyr Stefánsson 2.
Mörk Fjölnis: Björgvin Páll Rúnarsson 9, Viktor Berg Grétarsson 6, Alex Máni Oddnýjarson 3, Victor Máni Matthíasson 3, Brynjar Óli Kristjánsson 3, Óðinn Freyr Heiðmarsson 2, Aðalsteinn Örn Aðalsteinsson 2, Gísli Rúnar Jóhannsson 2, Gunnar Steinn Jónsson 1, Óli Fannar Pedersen 1, Aron Breki Oddnýjarson 1.
Varin skot: Bergur Bjartmarsson 7, Sigurður Ingiberg Ólafsson 4.