Ungverska liðið Veszprém hafði betur gegn Pelister frá Norður-Makedóníu í Meistaradeild Evrópu í handbolta á heimavelli sínum í kvöld. Urðu lokatölur 33:26.
Bjarki Már Elísson skoraði fimm mörk fyrir Veszprém og Aron Pálmarsson gerði tvö mörk og lagði upp átta til viðbótar.
Veszprém er í toppsæti A-riðils með 16 stig eftir níu leiki.
Pólska liðið Wisla Plock sigraði Fredericia frá Danmörku, 30:21, á heimavelli. Viktor Gísli Hallgrímsson varði átta skot í marki Wisla.
Einar Þorsteinn Ólafsson skoraði ekki fyrir Fredericia og Arnór Viðarsson var ekki með. Guðmundur Þ. Guðmundsson þjálfar danska liðið.
Wisla er í sjötta sæti með fjögur stig og Fredericia í áttunda og neðsta sæti með þrjú.