Melsungen vann í kvöld stórsigur á Flensburg í efstu deild þýska handboltans á heimavelli, 33:24.
Með sigrinum fór Melsungen upp í 20 stig og náði tveggja stiga forskoti á toppi deildarinnar. Flensburg er í þriðja sæti með 17 stig.
Elvar Örn Jónsson skoraði þrjú mörk fyrir Melsungen en Arnar Freyr Arnarsson komst ekki á blað.