Ómar Ingi meiddist og borinn af velli

Ómar Ingi Magnússon í leik með Magdeburg.
Ómar Ingi Magnússon í leik með Magdeburg. Ljósmynd/Aleksandar Djorovic

Ómar Ingi Magnússon fór meiddur af velli snemma leiks í kvöld þegar Magdeburg vann öruggan sigur á Bietigheim, 35.26, í þýsku 1. deildinni í handknattleik.

Handknattleikssérfræðingurinn Rasmus Boysen skýrði frá því á Twitter að um ökklameiðsli væri að ræða.

Þetta kann að hafa slæmar afleiðingar fyrir íslenska landsliðið en nú er hálfur annar mánuður þar til heimsmeistaramótið hefst í Króatíu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka