Ómar Ingi Magnússon fór meiddur af velli snemma leiks í kvöld þegar Magdeburg vann öruggan sigur á Bietigheim, 35.26, í þýsku 1. deildinni í handknattleik.
Handknattleikssérfræðingurinn Rasmus Boysen skýrði frá því á Twitter að um ökklameiðsli væri að ræða.
Þetta kann að hafa slæmar afleiðingar fyrir íslenska landsliðið en nú er hálfur annar mánuður þar til heimsmeistaramótið hefst í Króatíu.
Potentially very bad news for both SC Magdeburg and Iceland.
— Rasmus Boysen (@RasmusBoysen92) December 1, 2024
Omar Ingi Magnusson today suffered an ankle injury: https://t.co/1HpaQCm7Ch#handball pic.twitter.com/58dZS9ZhJC