Ómar Ingi Magnússon verður ekki með íslenska karlalandsliðinu í handknattleik á heimsmeistaramótinu í Króatíu í janúar.
Þýska félagið Magdeburg tilkynnti núna í hádeginu að meiðslin sem Ómar varð fyrir í leiknum gegn Bietigheim um helgina væru þess eðlis að hann yrði frá keppni í þrjá mánuði.
Ómar meiddist á ökkla í leiknum þegar hann féll illa á upphafsmínútunum og var borinn af velli.
Þetta er mikið áfall fyrir bæði íslenska landsliðið og Magdeburg en Ómar er í algjöru lykilhlutverki í báðum liðum.
Miðað við tímarammann getur hann byrjað að spila á ný með Magdeburg snemma í mars og myndi því ná seinni hlutanum af undankeppni Evrópumótsins með íslenska landsliðinu.
Rückraumspieler Omar Ingi Magnusson hat sich im Heimspiel gegen die SG BBM Bietigheim eine Verletzung am rechten Sprunggelenk zugezogen. Die Diagnose ergibt eine voraussichtliche Ausfallzeit von rund drei Monaten. 🤕
— SC Magdeburg (@SCMagdeburg) December 3, 2024
Werd schnell wieder fit, Omar! 💚❤️
_____#SCMHUJA I 📷 Popova pic.twitter.com/X14TKTnSci