Landsliðsmaðurinn Óðinn Þór Ríkharðsson var markahæstur hjá Kadetten er liðið gerði jafntefli við Kriens á útivelli í efstu deild svissneska handboltans í kvöld.
Hornamaðurinn skoraði níu mörk úr tíu skotum og nýtti öll fjögur vítin sín.
Kadetten er í toppsætinu með 27 stig og Kriens í öðru sæti með 20 stig. Kriens á tvo leiki til góða.