Frestað vegna breytinga hjá Herjólfi

Stjarnan og ÍBV eigast við annað kvöld.
Stjarnan og ÍBV eigast við annað kvöld. Ljósmynd/Sigfús Gunnar

Viðureign Stjörnunnar og ÍBV í úrvalsdeild karla í handknattleik sem fram átti að fara í Garðabæ í kvöld hefur verið frestað um sólarhring.

Í tilkynningu frá HSÍ segir að leikurinn hafi verið færður vegna breytinga á ferðum Herjólfs í dag.

Leikið verður í Garðabæ á morgun klukkan 18 en fjórir leikir fara fram í deildinni í kvöld og tveir annað kvöld.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert