Elvar og Ágúst stórgóðir í Danmörku

Elvar Ásgeirsson í leik með íslenska landsliðinu.
Elvar Ásgeirsson í leik með íslenska landsliðinu. mbl.is/Óttar Geirsson

Elvar Ásgeirsson og Ágúst Elí Björgvinsson, leikmenn Ribe-Esbjerg, þurftu að þola naumt tap gegn Álaborg, 39: 37, í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag.

Ágúst varði 10 skot í marki Ribe-Esbjerg eða var með 25,64% markvörslu. Elvar skoraði þrjú mörk úr fjórum skotum.

Úrslitin þýða að Ribe-Esbjerg situr í næstneðsta sæti deildarinnar með þrjú stig en Álaborg er í öðru sæti með 23 stig.

Ágúst Elí Björgvinsson.
Ágúst Elí Björgvinsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert