Óðinn og félagar styrktu stöðu sína á toppnum

Óðinn Þór Ríkharðsson.
Óðinn Þór Ríkharðsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Óðinn Þór Ríkharðsson og félagar í Kadetten Schaffhausen unnu sannfærandi sigur gegn Kreuzlingen, 35:25, í efstu deild svissneska handboltans í dag.

Óðinn, sem er 27 ára, skoraði fjögur mörk fyrir Kadetten úr fjórum skotum.

Kadetten er á toppi deildarinnar með 29 stig eftir 16 leiki.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert