Kvennalið Hauka í handknattleik mun leika báða leiki sína við Galychanka Lviv frá Úkraínu í 16-liða úrslitum Evrópubikarsins á heimavelli sínum á Ásvöllum í næsta mánuði.
Handbolti.is vekur athygli á því að Haukar spili báða leiki sína í næsta mánuði í Hafnarfirði. Fyrri leikurinn fer fram 11. janúar og sá síðari daginn eftir.
Valur tekur einnig þátt í 16-liða úrslitum Evrópubikarsins og mætir þar Málaga Costa del Sol frá Spáni með hefðbundnum hætti.
Íslands- og bikarmeistararnir fara til Spánar og spila fyrri leikinn í Málaga þann 11. janúar og síðari leikinn viku síðar á Hlíðarenda.