Tímabilið búið hjá stórskyttunni

Haraldur Björn Hjörleifsson í leik með Fjölni gegn ÍBV.
Haraldur Björn Hjörleifsson í leik með Fjölni gegn ÍBV. Ljósmynd/Sigfús Gunnar

Handboltamaðurinn Haraldur Björn Hjörleifsson leikur ekki meira með Fjölni á leiktíðinni en hann sleit krossband í leik liðsins gegn KA í úrvalsdeildinni í lok síðasta mánaðar.

Hann staðfesti tíðindin við handbolti.is. Skyttan fer í aðgerð í byrjun næsta árs og verður frá keppni í tæpt ár vegna meiðslanna.

Haraldur, sem kom til Fjölnis frá Aftureldingu fyrir leiktíðina, hefur skorað 42 mörk í 11 leikjum í úrvalsdeildinni í vetur.

Fjölnismenn eru á botni deildarinnar með sex stig eftir 13 leiki. Hefur liðið tapað sex leikjum í röð og átta af síðustu níu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert