Norski Íslendingurinn til Þýskalands

Viktor Petersen Norberg er mættur til Wetzlar.
Viktor Petersen Norberg er mættur til Wetzlar. Ljósmynd/HSG Wetzlar

Þýska handknattleiksfélagið Wetzlar hefur samið við Viktor Petersen Norberg um að leika með liðinu út yfirstandandi tímabil.

Viktor, sem á íslenska móður og norskan föður, kemur frá Drammen í Noregi þar sem hann er fæddur og uppalinn.

Hann er örvhent skytta sem er keyptur til Wetzlar vegna meiðsla Serbans Nemanja Selenovic, sem er með slitið krossband í hné.

Viktor er 24 ára gamall og hefur verið lykilmaður hjá Drammen í norsku úrvalsdeildinni undanfarin ár.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert