Arnar Birkir Hálfdánsson raðaði inn mörkunum fyrir Amo sem endranær en gat ekki komið í veg fyrir tap á heimavelli gegn Önnered, 29:26, í sænsku úrvalsdeildinni í handknattleik í kvöld.
Arnar Birkir skoraði sjö mörk fyrir Amo og var næstmarkahæstur í leiknum.
Hann hefur verið drjúgur í markaskorun fyrir Amo á tímabilinu, en liðið er í 12. sæti af 14 liðum með tíu stig eftir 14 leiki.
Einar Bragi Aðalsteinsson skoraði tvö mörk fyrir Kristianstad sem vann góðan heimasigur á Alingsås, 34:28, í kvöld.
Kristianstad er í öðru sæti deildarinnar með 17 stig, sex stigum á eftir toppliði Ystad.