Valur vann 74 marka leik

Agnar Smári Jónsson skoraði átta mörk fyrir Val í kvöld.
Agnar Smári Jónsson skoraði átta mörk fyrir Val í kvöld. mbl.is/Eyþór

Valur vann góðan sigur á Stjörnunni, 40:34, í 14. umferð úrvalsdeildar karla í handknattleik á Hlíðarenda í kvöld.

Með sigrinum fór Valur upp fyrir Hauka og er nú í fjórða sæti með 18 stig líkt og Hafnarfjarðarliðið. Stjarnan er áfram í sjötta sæti með 13 stig.

Geysilegt jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik. Valur leiddi með einu marki, 19:18, að honum loknum.

Í síðari hálfleik tókst Val að slíta sig jafnt og þétt frá gestunum úr Garðabæ og vann að lokum sanngjarnan sexmarka sigur.

Markahæstir í leiknum voru Magnús Óli Magnússon og Agnar Smári Jónsson með átta mörk hvor fyrir Val.

Hans Jörgen Ólafsson var markahæstur hjá Stjörnunni með sex mörk.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert