Elmar Erlingsson fór á kostum með Nordhorn er liðið vann sterkan sigur gegn Coburg á útivelli, 33:28, í þýsku B-deildinni í handbolta í dag.
Elmar var markahæstur í sínu liði með sex mörk og lagði upp fjögur til viðbótar.
Nordhorn situr í 12. sæti deildarinnar með 15 stig eftir 15 leiki.