Stigunum skipt í Eyjum

Birgir Már Birgisson skoraði fimm mörk fyrir FH í dag.
Birgir Már Birgisson skoraði fimm mörk fyrir FH í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

ÍBV og FH gerðu 26:26-jafntefli í úrvalsdeild karla í handbolta í Vestmannaeyjum í dag.

FH situr áfram á toppi deildarinnar með 22 stig. ÍBV er í sjötta sæti með 14 stig.

Eyjamenn fóru betur af stað og komust í fjögurra marka forystu, 8:4, þegar 10 mínútur voru liðnar af fyrri hálfleik. Í kjölfarið tók við góður kafli FH og var staðan í hálfleik, 13:11 fyrir FH.

Jafnræði var með liðunum í síðari hálfleik. Liðin skiptust á að skora og endaði leikurinn að lokum með 26:26-jafntefli.

Ásbjörn Friðriksson og Jóhannes Berg Andrason skoruðu báðir sex mörk hvor fyrir FH. Fyrir ÍBV skoruðu Dagur Arnarson og Gauti Gunnarsson sex mörk hvor.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka