Aðeins einn leikmaður Þóris í úrvalsliðinu

Henny Ella Reistad hefur átt magnað mót.
Henny Ella Reistad hefur átt magnað mót. AFP/Joe Klamar

Henny Ella Reistad er eini norski leikmaðurinn í úrvalsliði Evrópumótsins í handbolta. 

Evrópska handknattleikssambandið gaf út úrvalsliðið fyrr í dag en Noregur, undir stjórn Þóris Hergeirssonar, mætir Danmörku í úrslitaleik Evrópumótsins í Vínarborg í dag. 

Þrátt fyrir að norska liðið hafi komist sannfærandi í úrslit er Reistad sú eina úr liðinu sem kemst í úrvalsliðið. 

Danir eru með tveir leikmenn líkt og Ungverjar. Hin ungverska Petra Simon var síðan valin besti ungi leikmaður mótsins. 

Úrvalslið EM:

Vinstra horn: Emma Friis frá Danmörku
Vinstri skytta: Tjasa Stanko frá Slóveníu
Miðjumaður: Henny Ella Reistad frá Noregi
Hægri skytta: Katrin Klujber frá Ungverjalandi
Hægra horn: Viktória Gyori-Lukács frá Ungverjalandi
Línumaður: Tatjana Brnovic frá Svartfjallalandi
Markvörður: Anna Opstrup Kristensen frá Danmörku
Varnarmaður: Pauletta Foppa frá Frakklandi

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert