Grét þegar Þórir mætti á svæðið

Þórir Hergeirsson og Nora Mørk á Ólympíuleikunum árið 2016.
Þórir Hergeirsson og Nora Mørk á Ólympíuleikunum árið 2016. AFP

Nora Mørk, ein af stjörnum norska landsliðsins í handbolta síðastliðinn áratug, grét þegar Þórir Hergeirsson mætti í settið hjá NRK eftir sigur Noregs á Danmörku, 31:23, í úrslitaleik EM í Vínarborg í kvöld. 

Mørk, sem er 33 ára gömul, var ekki með á mótinu þar sem hún á von á barni en í staðinn hefur hún verið sérfræðingur hjá norska ríkisútvarpinu, NRK, yfir Evrópumótið. 

Þórir, sem stýrði norska liðinu í síðasta sinn í kvöld, kom í settið hjá NRK eftir leik en þá náði Mørk ekki að halda af tárunum. 

„Ég er svo ótrúlega þakklát að hafa verið hluti af þessu. Þú hefur verið mér allt og gert svo mikið fyrir minn feril,“ sagði Mørk við Þóri. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert