Ísland mætir Ísrael í tveimur umspilsleikjum um sæti á heimsmeistaramóti kvenna í handknattleik í Þýskalandi og Hollandi á næsta ári.
Ísland var í efri styrkleikaflokki fyrir dráttinn eftir sigurinn á Úkraínu á EM í byrjun þessa mánaðar.
Ísraelska liðið var ekki með á Evrópumótinu í ár. Með sigri í umspilseinvíginu kæmist Ísland á sitt þriðja stórmót í röð.
Fyrri viðureign liðanna fer fram hérlendis 9. eða 10. apríl næstkomandi. Seinni leikurinn fer síðan fram í Ísrael eða á öðrum velli utan landsins vegna stríðsátakanna fyrir botni miðjarðarhafs.
Svíar mæta þá Kósovó og Færeyjar Litháen.