Ísland spilar ekki í Ísrael

Elín Klara Þorkelsdóttir og Perla Ruth Albertsdóttir, leikmenn íslenska landsliðsins.
Elín Klara Þorkelsdóttir og Perla Ruth Albertsdóttir, leikmenn íslenska landsliðsins. Ljósmynd/Jon Forberg

Ljóst er að síðari leikur íslenska kvennalandsliðsins í handknattleik gegn Ísrael í umspili um laust sæti á HM 2025 í apríl næstkomandi fer ekki fram í Ísrael.

Fyrri leikurinn fer fram hér á landi 9. eða 10. apríl og fer heimaleikur Ísrael svo fram annars staðar en þar í landi viku síðar, þó ekki sé vitað hvar nákvæmlega.

„Framkvæmdastjóri ísraelska handknattleikssambandsins sagði á fundi í gær að landslið þeirra myndi ekki leika heimaleik sinn í umspilinu í Ísrael. Ég get því staðfest að síðari leikurinn fer ekki fram í Ísrael.

En hvar hann verður leikinn liggur ekki fyrir en ég vonast til að það skýrist á allra næstu dögum,“ sagði Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, í samtali við Handbolta.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert