Óðinn fór hamförum í sigri

Óðinn Þór Ríkharðsson í leik með íslenska landsliðinu.
Óðinn Þór Ríkharðsson í leik með íslenska landsliðinu. mbl.is/Óttar

Óðinn Þór Ríkharðsson, landsliðsmaður í handknattleik, var samur við sig þegar hann var markahæstur allra í 31:29-sigri Kadetten Schaffhausen á Suhr Aarau í svissnesku úrvalsdeildinni í dag.

Óðinn Þór skoraði níu mörk úr tíu skotum fyrir Kadetten, sem er langefst í deildinni.

Kadetten er með 33 stig eftir 18 leiki, sjö stigum fyrir ofan Kriens í öðru sæti. Kriens á þó tvo leiki til góða.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert