Jesper Jensen, þjálfari kvennalandsliðs Danmerkur í handbolta, hrósaði Selfyssingnum Þóri Hergeirssyni í hástert eftir sigur norska liðsins á því danska, 31:23, í úrslitaleik EM í Vínarborg í kvöld.
Þórir stýrði norska liðinu í síðasta sinn í kvöld en hann bætti við sínu ellefta gulli sem þjálfari landsliðsins á fimmtán árum.
„Hann hefur verið fimmtán ár á toppnum og sett nýjan mælikvarða í kvennahandbolta. Við hin verðum bara að reyna að hanga í við norska liðið og læra af fagmennsku hans og áræðni í að stefna alltaf hærra,“ sagði Jensen í samtali við NRK.