Ungverjaland hreppti bronsið á Evrópumóti kvenna í handknattleik eftir sigur á heimsmeisturum Frakklands, 25:24, í Vínarborg í dag.
Liðin tvö töpuðu undanúrslitaleikjum sínum gegn Noregi og Danmörku sem mætast í úrslitaleiknum klukkan 17.
Ungverjar voru yfir mest allan leikinn en staðan í hálfleik var 13:12. Staðan var jöfn þegar rúm mínúta var eftir en þá skoraði Viktória Gyori-Lukács sigurmarkið.
Frakkar fengu sókn til að svara en fóru illa að ráði sínu og Ungverjaland hélt út.
Katrin Gitta Klujber skoraði níu mörk fyrir Ungverjaland en Csenge Kuczora og Gyori-Lukács skoruðu fimm mörk hvor.
Hjá Frakklandi skoruðu Grace Zaadi Deuna, Pauletta Foppa og Estelle Nze Minko skoruðu fjögur mörk hver.