Fram sló út bikarmeistarana

Rúnar Kárason skýtur að marki Vals en hann skoraði fimm …
Rúnar Kárason skýtur að marki Vals en hann skoraði fimm mörk í kvöld. mbl.is/Árni Sæberg

Bikarmeistarar Vals eru úr leik í bikarkeppni karla í handknattleik eftir tap fyrir Fram, 35:32, í Úlfarsárdalnum í kvöld. 

Framarar eru þar með komnir áfram ásamt Stjörnunni og KA en undanúrslitin og úrslitin verða leikin sömu helgina eftir áramót. 

Staðan var jöfn í hálfleik, 17:17, en fyrri hluta síðari hálfeiksins var Valur sterkari aðilinn. Framarar komu sér hins vegar í forystuna eftir það og unnu þriggja marka sigur. 

Reynir Þór Stefánsson skoraði átta mörk fyrir Fram en Dagur Fannar Möller skoraði sex. Þá varði Arnór Máni Daðason 10 skot og var með 35% markvörslu. 

Hjá Val skoraði Agnar Smári Jónsson langmest eða ellefu mörk en Björgvin Páll Gústafsson varði 16 skot. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert