Afturelding er komin í undanúrslit bikarkeppni karla í handknattleik eftir nauman sigur á KA, 28:26, á Akureyri í kvöld.
KA er annað liðið til að tryggja sér sæti í undanúrslitum en Stjarnan vann ÍR í gær.
Leikurinn var jafn nánast allan tímann en Mosfellingar voru aðeins sterkari sem skilaði sigrinum.
Birgir Steinn Jónsson skoraði langmest hjá Aftureldingu eða átta mörk en Einar Baldvin Baldvinsson varði níu skot í markinu.
Hjá KA skoraði Dagur Árni Heimisson átta mörk en Einar Rafn Eiðsson skoraði sjö.