Landsliðsmaðurinn Óðinn Þór Ríkharðsson átti góðan leik í útisigri Kadetten á Wacker Thun, 40:31, í efstu deild svissneska handboltans í kvöld.
Óðinn Þór skoraði sjö mörk úr átta skotum sínum í leiknum.
Kadetten er á toppnum með 35 stig, níu stigum á undan Kriens í öðru sæti, sem á þó tvo leiki til góða.