Fór mikinn gegn toppliðinu

Arnar Birkir Hálfdánsson er að gera góða hluti í Svíþjóð.
Arnar Birkir Hálfdánsson er að gera góða hluti í Svíþjóð. mbl.is/Hari

Arnar Birkir Hálfdánsson fór mikinn í liði Amo þegar liðið mætti toppliði Ystad og tapaði með minnsta mun, 26:27, í sænsku úrvalsdeildinni í handknattleik í kvöld.

Ystad réði lögum og lofum í fyrri hálfleik og leiddi með sex mörkum, 17:11, að honum loknum.

Amo tók sig hins vegar til og náði að jafna metin í 26:26 þegar skammt var eftir áður en Ystad knúið fram sigurmark.

Arnar Birkir var markahæstur hjá Amo og næstmarkahæstur í leiknum með sex mörk.

Amo er í 12. sæti af 14 liðum með tíu stig eftir 15 leiki.

Íslendingarnir unnu

Einar Bragi Aðalsteinsson skoraði tvö mörk fyrir Kristianstad þegar liðið lagði Sävehof örugglega, 32:26.

Tryggvi Þórisson lék ekki með Sävehof vegna meiðsla.

Kristianstad er í öðru sæti með 21 stig og Sävehof er í því fjórða með 19.

Íslendingalið Karlskrona vann þá þægilegan sigur á Hallby, 33:26.

Hvorki Ólafur Andrés Guðmundsson né Dagur Sverrir Kristjánsson komust á blað hjá Karlskrona og Þorgils Jón Svölu Baldursson lék ekki vegna meiðsla.

Karlskrona er í þriðja sæti með 21 stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka