Íslendingalið Gummersbach, undir stjórn Guðjóns Vals Sigurðssonar, er úr leik í þýska bikarnum eftir tap fyrir Kiel, 36:33, á útivelli í átta liða úrslitunum í Kiel í kvöld.
Kiel fer því áfram í undanúrslitin en Svíinn Eric Johansson skoraði sjö mörk fyrir stórliðið.
Íslendingarnir í liði Gummersbach áttu góðan leik en Elliði Snær Viðarsson skoraði fimm mörk og Teitur Örn Einarsson bætti þremur við en hann var einnig með fjórar stoðsendingar.