Íslendingarnir atkvæðamiklir gegn stórliðinu

Elliði Snær Viðarsson skoraði fimm mörk fyrir Gummersbach.
Elliði Snær Viðarsson skoraði fimm mörk fyrir Gummersbach. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Íslendingalið Gummersbach, undir stjórn Guðjóns Vals Sigurðssonar, er úr leik í þýska bikarnum eftir tap fyrir Kiel, 36:33, á útivelli í átta liða úrslitunum í Kiel í kvöld. 

Kiel fer því áfram í undanúrslitin en Svíinn Eric Johansson skoraði sjö mörk fyrir stórliðið. 

Íslendingarnir í liði Gummersbach áttu góðan leik en Elliði Snær Viðarsson skoraði fimm mörk og Teitur Örn Einarsson bætti þremur við en hann var einnig með fjórar stoðsendingar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka